Farðu í vöruupplýsingar
1 af 12

Våronn vinnubuxur

Våronn vinnubuxur

Venjulegt verð 24.900 ISK
Venjulegt verð Söluverð 24.900 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Litur
Stærð

Våronn - eru alhliða buxur og einnig okkar allra vinsælustu vinnubuxur.

Þessar vinnubuxur henta fyrir næstum hvaða vinnu sem er- iðnaðarvinnu, garðyrkju, leikskóla, dýralækningar, bónda, arkitektúr, líffræði, sjúkraþjálfun, hreyngerningar o.s.fr. Þær eru líka æðislegar í fjallgöngur og almennt útivið. Buxurnar eru úr teygjanlegu efni og passa þar með nær öllum líkamstýpum.

Våronn eru vinnubuxur sem hægt er að nota allt árið. Þær eru með renndum vasa við mjaðmir, minni vasa á hægri hlið fyrir tommustokk, hníf, blýant eða annað lítið verkfæri. Einnig er stærri vasi á vinstri hlið með rennilás.

Buxurnar eru í skemmtilegum litum úr teygjanlegu efni en svarta efnið yfir rass og hné er einstaklega endingargott og hefur enn meiri teygju. Við erum ótrúlega ánægðar að vinna í Våronn buxunum og vonum að þú verðir það líka!

Ef þú ert að leita að þægilegum alhliða kvennmanns vinnubuxum þá eru þetta buxurnar fyrir þig!

Eiginleikar

- Gott snið
- Bæði aðalefnið og aukaefni eru úr teygjanlegu efni
- Endingargott efni. Sterkara efni yfir hné og rass
- Praktískir vasar með rennilás
- Háar í mittið
- Beltislykkjur
- Stillanlegar í mittið með frönskum rennilás
- Við ökkla er hægt að þrengja og víkka með rennilás og frönskum rennilás
- Margir litir
- Fást í stærðum frá XS til XXL
- Hannaðar fyrir kvennmannslíkama

Sendingarmáti

Heimsending er frí fyrir pantanir að andvirði 20.000 og yfir. Fyrir pantanir undir 20.000 krónum bætast við 1200 krónur ef valið er að sækja á pósthús og 1600 krónur ef valið er að fá pöntunina senda heim að dyrum.

Vöruskil

Að skipta og skila vöru 

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. 

Skoða allar upplýsingar