Sjodna vinnubuxur
Sjodna vinnubuxur
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Vinnubuxurnar okkar eiga að þola alhliða notkun en um leið að vera þægilegar og praktískar í notkun. Buxurnar bæði passa vel og henta langflestum líkamsgerðum. Stærðinar á Sjodna vinnubuxunum ná frá XXS til XXL og geta því hentað börnum/ungmennum og stórum dömum. Buxurnar eru háar í mittið með teygju sem kemur í veg fyrir að buxurnar renni niður þegar þú beygir þig fram. Margar konur hafa notað Sjodna þrátt fyrir að vera komnar marga mánuði á leið. Það sem gerir Sjodna vinnubuxurnar einstakar er vatnsfráhrindandi efnið að framanverðu og svo teygjanlega efnið að aftan sem kemur í veg fyrir að buxurnar séu stífar, þungar og klunnalegar.
Þetta eru buxur sem eru hannaðar til að vinna í bæði inni og úti. Vatnsfráhrindandi efnið að framan gerir það að verkum að hvort sem þú ert að mjólka, í garðyrkjunni eða í alhliða útivinnu þá er ekkert mál að skola skítinn af.
Við vonum að þú eigir eftir að eiga margar góðar vinnustundir í þessum buxum!
Eiginleikar
Eiginleikar
Efni
Efni
Sendingarmáti
Sendingarmáti
Heimsending er frí fyrir pantanir að andvirði 20.000 og yfir. Fyrir pantanir undir 20.000 krónum bætast við 1200 krónur ef valið er að sækja á pósthús og 1600 krónur ef valið er að fá pöntunina senda heim að dyrum.
Vöruskil
Vöruskil
Að skipta og skila vöru
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.






