Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

Inst ullarsokkar

Inst ullarsokkar

Venjulegt verð 4.190 ISK
Venjulegt verð Söluverð 4.190 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Litur
Stærð

Ullarsokkar sem gefa hrós

Inst hróssokkarnir eru hlýir og þægilegir ullarsokkar sem koma í litasamsetningunni grænn og svartur eða dökkblár og svartur. Stærðirnar eru 34-36, 37-39, 40-42 og 43-45. Það koma tvö pör í pakka. 

Þetta er ekki bara ullarsokkur. Þetta er sokkur sem hrósar, þar sem textinn “godt jobba” (sem gæti útlagst á íslensku sem “vel gert” eða “vel unnið”) stendur á ilinni. Kannski hefur Flor fundið lausn á heimsvandamáli hér - þú getur loksins skutlað fótunum á borðið og jafnvel fengið smá kredit fyrir það! 

Eiginleikar

Þetta eru ullarsokkarnir sem henta vel bæði fyrir vinnu og í fríinu. Þykkir og þægilegir, sem eiga að halda á þér hita hvort sem þú ert að vinna úti í kuldanum eða á langri göngu yfir fjöll og firnindi. Tá og hæll eru sérstaklega styrktir til að auka slitþol.

Efni

Efni: 66% merinó ull, 33% pólýamíð og 1% elastan

Þvoið við 40 gráður á ullarkerfi með þvottaefni fyrir ull.

Sendingarmáti

Heimsending er frí fyrir pantanir að andvirði 20.000 og yfir. Fyrir pantanir undir 20.000 krónum bætast við 1200 krónur ef valið er að sækja á pósthús og 1600 krónur ef valið er að fá pöntunina senda heim að dyrum.

Vöruskil

Að skipta og skila vöru 

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. 

Skoða allar upplýsingar